Pavel Ermoljinski og félgar í Norköpping töpuðu í kvöld gegn White Eagles í sænsku úrvalsdeildinni 69:79. Þetta er annað tap Norköpping á þessu tímabili en það var okkar maður sem var stigahæstur Norköpping manna í kvöld með 18 stig og tók að auki 5 fráköst. “Þetta var skrítinn leikur. Við vorum flottir í fyrri hálfleik, spiluðum vel og áttum að klára þetta þá. En svo í seinni hálfleik þá gátum við ekki keypt körfu þó við hefðum átt meirihlutann í Apple.” sagði Pavel við Karfan.is
Norköpping sitja í 9-10 sæti deildarinnar eftir leikinn í kvöld. ”Þetta var orðið fáránlegt hjá okkur. Galopin skot og layup sem voru ekki að detta hjá okkur. Þeir voru svo sem ekkert að spila neina hörku vörn og svo slökuðum við reyndar á í vörninni hjá okkur. Þetta vara bara lélegt hjá okkur.”
Pavel telur að deildin í ár sé sterkari en í fyrra og sagði að úrslit í byrjun móts gæti það til kynna. ” Mér hefur gengið ágætlega að aðlagast nýju liði. Ég er í meiri skorara hlutverki sem ég er ekki vanur og það tekur tíma að venjast því en það kemur að loku.” sagði Pavel við Karfan.is
Tölfræði leiksins