Það gengur á ýmsu hjá íslenska landsliðinu sem er saman á hóteli í Helsinki og undirbýr sig fyrir fyrsta leik Eurobasket 2017 gegn Grikklandi sem fram fer á morgun.
Pavel Ermolinskij hefur gefið það út á Twitter síðu sinni í kvöld að hann muni aflita á sér háríð komist Ísland áfram uppúr riðlinum á Eurobasket. Hann skriftaði hjá Ægi Þór Steinarssyni sem er liðsprestur liðsins samkvæmt Pavel.
Fjögur lið komast áfram uppúr A-riðli mótsins sem fram fer í Helsinki. Ísland leikur með Póllandi, Slóveníu, Frakklandi, Grikklandi og heimamönnum í Finnlandi á mótinu. Því þarf líklega tvo sigra til að vera öruggur áfram í útsláttarkeppnina sem fer fram í Tyrklandi.
Ég skriftaði hjá Ægi liðspresti eftir morgunæfingu og sór þess eið við Guðsorð að aflita á mér hárið ef við komumst áfram pic.twitter.com/r0noFFKKgP
— Pavel Ermolinski (@pavelino15) August 30, 2017