spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaPaul Anthony Jones í Stjörnuna

Paul Anthony Jones í Stjörnuna

 

Stjarnan hefur samið við bandaríkjamanninn Paul Anthony Jones um að leika með liðinu á komandi tímabili, en hann lék á því síðasta með deildarmeisturum Hauka. Í 30 leikjum á síðasta tímabili skilaði Jones að meðaltali 18 stigum, 7 fráköstum og 2 stoðsendingum.

 

Jones er 194 cm þristur sem þó getur leyst nokkrar stöður á vellinum. Áður hafði hann spilað í Kýpur, Ísrael, Grikklandi og Mexikó. Í Grikklandi spilaði hann með liði Trikala, en þar var hann liðsfélagi íslenska landsliðsleikstjórnandans Harðar Axels Vilhjálmssonar.

Fréttir
- Auglýsing -