Chicago Bulls eru að ganga frá samkomulagi við Los Angeles Lakers um skipti á Pau Gasol fyrir Carlos Boozer og tröllvaxinn samning hans. Skiptin fara þannig fram að Gasol semur aftur við Lakers upp á tvö ár og $20-22 milljónir og liðin skipta svo leikmönnunum. Þessi aðferð gerir það að verkum að Bulls geta boðið honum meira en ef þeir hefðu pikkað hann upp af markaðnum. Þá hefðu Bulls getað boðið honum aðeins um $6,5 milljónir á ári.
Gasol fékk svipað tilboð frá bæði Atlanta Hawks og Lakers en hafnaði þeim báðum. Eftir að hafa íhugað það vel ákvað hann að samþykkja skiptin til Chicago.
It hasn’t been easy. After meditating it a lot I’ve chosen to play with the Chicago Bulls. Looking forward to this new chapter of my career
— Pau Gasol (@paugasol) July 12, 2014
Gasol bætist í hóp öflugra framherja í Chicago sem inniheldur varnarmann ársins Joakim Noah og Taj Gibson. Gasol var með 17,4 stig að meðaltali í leik á síðustu leiktíð og 9,7 fráköst. Hann var einnig með 1,5 varin skot í leik sem nýtast vafalítið í varnarmiðuðum leik Bulls.
Lakers fá vel brúklegan framherja í Carlos Boozer sem er einfaldlega á samningi sem á ekki við hann. Sá samningur er á lokaári með eftirstöðvar upp á um $17 milljónir. Boozer var með 13,7 stig að meðaltali í leik á síðustu leiktíð og 8,3 fráköst. Boozer er fín skytta fyrir svona stóran mann en varnarleikurinn vefst dálítið fyrir honum.
Fyrirkomulagið hentar báður aðilum mjög vel. Bulls losna við þennan samning sem til stóð að nýta amnesty-klausuna á, en þá hefðu Bulls þurft að borga Boozer þessar $17 milljónir fyrir að láta sig hverfa og honum frjálst að semja við hvaða lið sem er. Bulls fá einnig öflugan framherja sem þekkir það að fara í úrslit og vinna titla. Lakers fá samning sem rennur út næsta sumar og losar talsvert undan launaþakinu hjá þeim þá.