spot_img
HomeFréttirPau Gasol dregur Spánverja í úrslit með sigri á Frökkum

Pau Gasol dregur Spánverja í úrslit með sigri á Frökkum

Pau Gasol fór hægt af stað í Eurobasket 2015 en hann hóf leik í Berlín með íslenska liðinu. Spilaði þó alltaf góðan leik en færði hann upp á nýjan stall í úrslitakeppninni þar sem hann spilaði magnaðan sóknarleik af einstakri skilvirkni. Í kvöld kom hann svo "fáliðuðu" liði Spánar framhjá fullmönnuðu liði Frakka inn í úrslitin með sigri í framlengdum leik 80-75. Gasol skoraði 40 stig í leiknum en lítið fór fyrir Tony Parker aðalstjörnu Frakka.

 

Ítalir sigruðu Tékka 70-85 og tryggðu sér þar með 6. sæti keppninnar en Grikkir tryggðu sér 5. sætið með sigri á Lettlandi 97-90.

 

Serbar mæta svo Litháum á morgun og fari svo að Serbar sigri og tryggi sér sæti í úrslitunum gegn Spáni verða þetta einu liðið sem Ísland tapaði stórt fyrir í riðlakeppninni í Berlín sem keppa til úrslita.

 

 

 

Mynd: Pau Gasol og Rudy Gobert eigast við í teig Frakkanna. (FIBA)

Fréttir
- Auglýsing -