NY Knicks hafa ákveðið að gera ekki samning við son stigahæsta leikmann liðsins frá upphafi , Patrick Ewing Jr. Ewing yngri þótti ekki hafa nægilega getu sóknarlega að mati þjálfarans Mike D´Antoni þrátt fyrir að hafa hitt úr 3 af 3 skotum í æfingaleik á föstudag. Það var skotbakvörðurinn Anthony Roberson sem mun taka síðasta sætið í hóp Knicks fyrir komandi tímabil og þar með er 15 manna hópur Knicks tilbúinn fyrir veturinn.