spot_img
HomeFréttirParker skoraði 36 af 69 stigum Frakka

Parker skoraði 36 af 69 stigum Frakka

21:39

{mosimage}

Tony Parker var sjóðandi heitur í dag 

 

Leikjum dagsins á EM á Spáni er nú lokið. Nokkrar þjóðir tryggðu sér áframhaldandi þátttöku nú þegar en á morgun verða viðureignir þar sem leikið er upp á líf og dauða.

Í A riðli sigruðu Rússar Ísrael örugglega 90-56 og hafa tryggt sig áfram líkt og Grikkir sem unnu Serba í framlengdum leik 68-67. Leikur Serba og Ísraela á morgun er því leikur uppá áframhaldandi þátttöku í mótinu. 

Heimamenn sýndu klærnar gegn Lettum í dag í B riðli. Leikurinn var jafn framan af en í lokin stungu Spánverjar af og sigruðu 93-77 og eru öruggir áfram. Króatar tóku svo Portúgal í kennslustund 90-68. 

Í C riðli eru Litháen og Þjóðverjar komnir áfram. Litháar sigruðu Tékka 95-75 og Þjóðverjar héldu Tyrkjum undir 50 stigum, sigruðu 79-49. 

Hinn nýgifti Tony Parker skoraði 36 af 69 stigum Frakka sem sigruðu Ítali 69-62 í D riðli og seinna í kvöld sigraði Slóvenía Pólverja 70-52. Ítalir þurfa því að sigra Pólverja á morgun til að komast áfram. 

[email protected] 

Mynd: www.eurobasket2007.org

Fréttir
- Auglýsing -