spot_img
HomeÚti í heimiEuroleaguePanathinaikos lætur Pascal fara - Rick Pitino tekur við

Panathinaikos lætur Pascal fara – Rick Pitino tekur við

Gríska stórliðið Panathinaikos hefur ákveðið að slíta samstarfi sínu við þjálfarann Xavi Pascal eftir nærri tveggja ára samvinnu. Árangur liðsins hefur verið mikil vonbrigði.

Panathinikos situr í 10. sæti Euroleague eins og staðan er núna en liðið hegur einungis unnið einn af síðustu fimm leikjum. Væntingarnar sem gerðar eru til liðsins eru gríðarlegar og því árangurinn langt frá því að vera viðunandi. Talið er að miklar breytingar séu framundan í leikmannahóp liðsins.

Pascual hefur stýrt liði Panathinaikos til sigurs í grísku deildinni síðustu tvö tímabil og var valinn þjálfari ársins þar í landi í bæði skiptin.

Gríska liðið hefur ákveðið að ráða goðsögnina Rick Pitino til að snúa blaðinu við. Félagið hefur ekki staðfest fregnirnar en hinn áreiðanlegi blaðamaður Adrian Wojnarowski greindi frá þessu.

Pitino er eini þjálfarinn sem hefur stýrt þremur liðum í Final Four helgina í háskólaboltanum (Providence, Kentucky og Louiville). Hann hefur einnig þjálfað lið Boston Celtics og New York Knicks.

Það er því gríðarlega öflugur þjálfari á leið í Euroleague en líklegt er að hans fyrsti leikur verði milli jóla og nýárs gegn CSKA Moskvu í Euroleague.

Fréttir
- Auglýsing -