spot_img
HomeFréttirPanathinaikos Evrópumeistari

Panathinaikos Evrópumeistari

20:17

{mosimage}

Vassilis Spanoulis var kjörinn MVP 

Panathinaikos tryggði sér rétt í þessu sigur í Meistaradeildinni þetta árið eftir sigur á CSKA Moskva í æsispennandi úrslitaleik í Berlín, 73-71. Vassilis Spanoulis og Antonios Fotsis voru stigahæstir Grikkjanna með 13 stig hvor en J.R. Holden skoraði 14 stig fyrir Rússana. Spanoulis var kjörinn MVP að leik loknum.

Grikkirnir byrjðu mikið betur í leiknum og leiddu með 20 stigum í hálfleik en það er greinilegt að Ettore Messina þjálfari Moskvumanna hefur talað hressilega yfir hausamótunum á þeim í hálfleik því allt annað lið kom til leiks eftir hálfleik. Þriðja leikhluta vann CSKA með 10 stigum og þeir voru ekki hættir og í lokin var leikurinn æsispennandi og átti CSKA góðan möguleika á að landa sigri.

Sigurinn er fjórði sigur Panathinaikos í Meistaradeildinni en þeir unnu síðast fyrir tveimur árum, eftir úrslitaleik við CSKA Moskvu. Þá var þetta fjórði Meistaradeildarsigurinn hjá Sarunas Jasikvicius en hann vann titilinn fyrst með Barcelona og svo tvisvar með Maccabi Tel Aviv.

[email protected]
Mynd: www.euroleague.net

Fréttir
- Auglýsing -