Skyttan Pálmi Freyr Sigurgeirsson lék með Snæfell í kvöld þegar Hólmrarar höfðu mikilvægan sigur á Haukum í Domino´s-deild karla.
Pálmi sem búsettur er í Svíþjóð er hér á landi í jólafríi og æfði með Snæfell um jólin. Þetta var hans eini leikur á tímabilinu því hann heldur aftur utan á morgun.
Pálmi smellti niður einum þrist í leiknum á þeim tæpu 13 mínútum sem hann spilaði…þið hélduð þó ekki að vélbyssan færi að klikka á því að setja þrist?
Mynd/ Eyþór Benediktsson – Pálmi á ferðinni með Snæfelli í kvöld.