spot_img
HomeFréttirPáll og Páll semja að nýju.

Páll og Páll semja að nýju.

dKörfuknattleiksdeild UMFG gerði í gærkvöldi nýja samninga við nafnana Pál Axel Vilbergsson og Pál Kristinsson.  Páll Axel skrifaði undir 3 ára samning og Páll Kristinsson undir 2 ára samning.  Augljóslega um frábær tíðindi hér að ræða fyrir Grindvíkinga og ljóst að þeir ætla sér stóra hluti á næsta ári. Vonir standa yfir að semja við Adam Darboe að nýju og óstaðfestar heimildir herma að þeir beri víurnar sínar að þeim Brenton Birmingham og Agli Jónassyni leikmönnum UMFN.
Fréttir
- Auglýsing -