23:12
{mosimage}
(Nick Bradford sýnir Þórsurum að hann hafi hreðjatak á þeim!)
Í kvöld tóku Þórsarar á móti Grindavík í 16. umferð Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Staða liðanna í deildinni var fyrir leikinn gjörólík. Þórsarar að berjast í neðri hluta deildarinnar en Grindvíkingar voru í 2. sæti í deildinni og því bjuggust flestir við sigri gestanna. Leikurinn byrjaði fjörlega og jafnt var með liðum lengi vel. Grindvíkingar náðu ekki að slíta sig frá heimamönnum fyrr en í seinni hálfleik, en góður 3. fjórðungur gestanna lagði grunninn að góðum sigri gestanna sem unnu leikinn með 18 stiga mun 79:97.
Leikurinn byrjaði fjörlega og af miklum krafti. Leikurinn var hraður og skiptust liðin á að skora. Páll Axel Vilbergsson fór fyrir gestunum og skoraði 8 fyrstu stig gestanna. Grindvíkingar náðu undir lok fjórðungsins góðum spretti þar sem þeir fengu nokkrar auðveldar körfur og þegar 1. fjórðungi lauk voru gestirnir komnir með 7 stiga forystu, 19:26. Annar leikhluti var eins og sá fyrsti. Sóknarleikurinn var í hávegum hafður og liðin spiluðu hraðan bolta og skiptust á að skora. En með Guðmund Jónsson og Daniel Bandy í farabroddi náðu Þórsarar að minnka munin smá saman. Hins vegar var það Páll Axel og Nick Bradford sem komu í veg fyrir að Þórsarar næðu að minnka muninn enn frekar. Grindvíkingar leiddu því leikinn í hálfleik með sjö stigum, 52:57. Páll Axel fór á kostum í fyrri hálfleik er hann setti niður 21 stig og Nick Bradford var ekki síðri og setti niður 16. Daníel Bandy var líflegur í sókn gestanna og setti 17 stig í fyrri hálfleik. Guðmundur Jónsson var einnig sprækur og skoraði 15 stig en einnig var Konrad Tota öflugur í fyrri hálfleik fyrir heimamenn er hann skoraði 13 stig í fyrri hálfleik.
{mosimage}
Grindvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og sem fyrr leiddi Páll Axel Grindvíkinga með sinni ótrúlegri hittni. En það var þó aðallega vörn Grindvíkinga sem gáfu þeim aukinn meðbyr. Þórsarar áttu í mestu vandræðum með að brjóta öfluga vörn Grindvíkinga sem náðu smá saman að auka forskot sitt. Er 3. leikhluta lauk voru Grindvíkingar komnir með 11 stiga forystu, 68:80 og fátt virtist geta komið í veg fyrir sigur gestanna. Gestirnir héldu uppteknum hætti í fjórða leikhluta, spiluðu fína vörn en Þórsarar neituðu þó alltaf að gefast upp og héldu áfram að berjast. Þórsarar reyndu að spila svæðis- og pressuvörn en Grindvíkingar áttu þó ávallt svar við varnartilbrigðum heimamanna og héldu þeim í hæfilegri fjærlægð. Svo fór að Þórsarar játuðu sig sigraða og Grindvíkingar fóru með 18 stiga sigur af hólmi, 79:97.
Þórsarar spiluðu vel í fyrri hálfleik, þá sérstaklega sóknarlega. Daniel Bandy, Guðmundur Jónsson og Konrad Tota voru allir að spila frábærlega í sókninni. Í raun sýndu Þórsarar í fyrri hálfleik að þeir geta spilað góðan sóknarbolta. En því miður fyrir Þórsara þá náðu þeir sér ekki á strik í sókninni í seinni hálfleik. Guðmundur Jónsson skoraði aðeins fimm stig í seinni hálfleik og Konrad Tota skoraði ekki neitt í þeim síðari. Daniel Bandy var atkvæðamestur heimamanna með 27 stig og einnig átti Jón Orri ágætisleik er hann skoraði 12 stig. Gestirnir sýndu í raun ekki mátt sinn fyrr en í síðari hálfleik. Það var ekki í raun fyrri enn í síðari hálfleik að þeir spiluðu góða vörn og náðu að hægja á leikmönnum eins og Guðmund Jónsson. Páll Axel og Nick Bradford voru nánst allt í öllu í liði gestanna. Páll Axel skoraði 33 stig fyrir gestinna á meðan Nick Bradford setti niður 26 og gerði skítverkin fyrir gestinna. Hins vegar heilt yfir var þetta sanngjarn sigur gestanna.
Texti: Sölmundur Karl Pálsson
Myndir: Rúnar Haukur Ingimarsson – http://www.runing.com/karfan/
{mosimage}