spot_img
HomeFréttirPáll Axel líklega hvíldur í kvöld

Páll Axel líklega hvíldur í kvöld

Borgnesingar mæta Grindavík í Röstinni í kvöld í Lengjubikar karla og þá átti Páll Axel Vilbergsson að heimsækja uppeldisfélagið í búning en líkast til verður ekkert af því og hann að öllum líkindum hvíldur í kvöld.
 
Karfan.is náði örstuttu tali af Pálma Þór Sævarssyni þjálfara Skallagríms sem sagði að Páll yrði að öllum líkindum ekki með vegna smávægilegrar tognunar og að hvíla hann í kvöld væri varúðarráðstöfun.
 
Páll Axel hefur farið vel af stað með Borgnesingum og hefur skorað í fyrstu þremur umferðunum 23,7 stig að meðaltali í leik. Fyrrum samherjar hans í Grindavíkurliðinu geta því vísast andað léttar enda þekkir Páll Röstina eins og lófann á sér og hefði þótt líklegur til að setja nokkra langdræga hefði hann verið með.
  
Fréttir
- Auglýsing -