07:00
{mosimage}
(Páll Axel rífur niður eitt af 15 fráköstum sínum gegn Georgíumönnum)
Páll Axel Vilbergsson verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu sem tekur á móti Austurríkismönnum í Laugardalshöll í kvöld kl. 19:15. Þetta er síðasti leikur liðsins að sinni í Evrópukeppni B-þjóða og 3. sætið í riðlinum er í húfi. Páll Axel segir stemmninguna í hópnum vera létta og skemmtilega og að liðið muni gera sitt besta í kvöld og aðeins betur ef það er það sem þarf.
Hvernig er stemmningin í íslenska hópnum um þessar mundir? Menn klárir í slaginn gegn Austurríki?
Stemmningin í hópnum góð, létt og skemmtilegt andrúmsloft í hópnum enda gengið vel í sumar. Menn klárlega til í tuskið og klára þetta verkefni.
Hvað mun íslenska liðið leggja áherslu á í leiknum?
Mæta tilbúnir til leiks og spila okkar leik. Leikjaplanið er að ,,gera okkar gera okkar geraokkar gera okkar besta og aðeins betur ef það er það sem þarf.”
Hvernig búist þið við því að Austurríkismenn muni spila?
Býst við að þeir spili fast og reyni að verða líkamlegir við okkur og láti þetta snúast meira um það en venjulegan körfubolta.
Það vakti athygli að þú varst frákastahæstur allra í Georgíuleiknum. Ætlar þú að blanda þér í teigbaráttuna gegn Austurríki?
Að sjálfsögðu reyni ég það. Reyndar hef ég nú bara sett hendurnar upp í loftið og boltinn dottið til mín, það er ekki flóknari speki á bakvið þessi fráköst mín.
Er þessi keppni ásættanleg ef við náum 3. sætinu eða hefur B-keppnin einvörðungu verið vonbrigði þar sem við komumst ekki upp?
Við erum stórhuga þjóð og það eru gerðar kröfur til landsliða okkar og við leikmennirnir og þjálfarateymið erum engin undantekning á því, stefnan var að sjálfsögðu að komast upp og verða A-þjóð en ekki svo góð úrslit í fyrri umferð gerðu út um þann möguleika og eru það viss vonbrigði fyrir okkur, sér í lagi þar sem við vorum með leikinn á móti Finnum hér heima í fyrra í hendi okkar fannst mér og kannski hefði þá spilast öðruvísi úr því hefðum við náð að klárað hann. En úr því sem komið er þá væri ég mjög sáttur ef við næðum að taka 3.sætið. En í B-keppninni eru gríðarlega sterkar þjóðir sem í raun eiga ekkert að vera þarna eins og Finnland og Georgía og hvort að það séu einhver vonbrigði að geta ekki farið uppfyrir þessar þjóðir veit ég ekkert um.
ÍSLAND-AUSTURRÍKI
LAUGARDALSHÖLL Í KVÖLD KL. 19:15
FJÖLMENNUM Í HÖLLINA