spot_img
HomeFréttirPálína: Svaf ekkert nóttina fyrir leik

Pálína: Svaf ekkert nóttina fyrir leik

14:00 

{mosimage}

Pálína Gunnlaugsdóttir var vafalítið örlagavaldur í bikarúrslitaleik Keflavíkur og Hauka um síðustu helgi þegar hún stal boltanum þegar skammt var til leiksloka, brunaði upp völlinn, skoraði úr sniðskotinu og fékk dæmda villu að auki á varnarmenn Keflavíkur. Pálína var í sjöunda himni að leik loknum en sagðist lítið sem ekkert hafa getað komið dúr á auga nóttina fyrir leikinn. 

,,Ég var ekki alveg með það á hreinu hvort ég myndi ná boltanum en lét vaða,” sagði Pálína sem var með fjórar villur þegar hún stal boltanum á örlagaríkan hátt. ,,Ég tók bara sénsinn og það heppnaðist. Það var ógeðslega gaman að spila þenna leik og mikill heiður að hafa unnið þetta,” sagði Pálína kampakát. 

Pálína var ánægð með undirbúning Haukaliðsins fyrir leikinn og sagði hann m.a. hafa átt mikinn þátt í sigrinum. Pálína átti góðan dag gegn Keflavík á laugardag þar sem hún gerði 12 stig og gaf 5 stoðsendingar í leiknum. ,,Það var ógeðslega gaman að spila þennan leik, spennan var mikil og þetta var bara mjög gaman.”

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -