spot_img
HomeFréttirPálína: Montin af þeim öllum - Íris: Allar hungraðar í sigur

Pálína: Montin af þeim öllum – Íris: Allar hungraðar í sigur

Oddaviðureign Hauka og Grindavíkur fer fram í DB Schenkerhöllinni í Hafnarfirði í kvöld. Sigurvegari kvöldsins kemst í úrslit gegn Snæfell, tapliðið upplifir fyrsta sumarfrísdaginn sinn á morgun!

Grindavík komst í 2-0 en Haukar náðu að jafna 2-2 og stóra spurningin er hvoru liðinu takist að komast áfram í úrslit, viðsnúningur sem Haukar eru að stefna á er afar sjaldséður en ekki mörgum tekst að snúa sig úr 2-0 stöðu og lifa af einvígið. 

Karfan.is ræddi við þær Pálínu Maríu Gunnlaugsdóttur hjá Haukum og Írisi Sverrisdóttur hjá Grindavík en þær eiga það sammerkt að hafa verið á mála hjá báðum félögum. 

Íris, Grindavík

Staðan er góð, allar hungraðar í sigur í kvöld og er búist við mikilli baráttu. Það hefur sýnt sig í rimmunni að bæði lið geti unnið hvort annað og það fer í rauninni eftir því hvort liðið vill þetta meira í kvöld. Munurinn á leikjunum hjá okkur var að við vorum ekki eins agressívar í síðustu tveimur leikjum eins og fyrstu tveimur. Við vorum ekki að hitta úr skotunum okkar í síðasta leik sem gerði útslagið því við vorum að spila góða vörn. Það lið vinnur í kvöld sem vill þetta meira og held ég að þetta verðu hörku leikur með mikilli baráttu

Pálína, Haukar

Staðan á hópnum er mjög góð, spenningur, gleði og mikil ákveðni fylgir liðinu þessa dagana. Munurinn á fyrstu tveimur leikjunum og seinni tveimur er fyrst og fremst okkar eigið hugarfar. Við mættum svo sannarlega ekki tilbúnar til leiks í seinni hálfleikinn í fyrsta leiknum og héldum afram uppteknum hætti næstu 40 mínútur þar á eftir. 
En svo sem betur fer náðum við að snúa dæminu við og mættum við grimmar til leiks í leik 3 og 4 í sóknarhug og uppskárum við eftir því. 
Það er búið að vera rosalega gaman hjá okkur eftir að við breyttum aðeins undirbúningi okkar fyrir leikina og bættum við aðeins við þann undirbúning í gær. Stelpurnar í liðinu mínu eru svo dásamlegar og ég er svo montin af þeim öllum og það sem gerir útslagið í kvöld er fyrst og fremst sterk liðsheild sem vinnur saman, það er ekkert sem stoppar þannig lið.

Event leiksins á Facebook

Fréttir
- Auglýsing -