spot_img
HomeFréttirPálína María Gunnlaugsdóttir Íþróttamaður Reykjanesbæjar 2011

Pálína María Gunnlaugsdóttir Íþróttamaður Reykjanesbæjar 2011

Pálína María Gunnlaugsdóttir, körfuknattleikskona úr Keflavík var kjörinn Íþróttamaður ársins í Reykjanesbæ í dag en athöfnin fór fram í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur. www.vf.is greinir frá. 
Pálína sem einnig er Íþróttamaður Keflavíkur náði einstökum árangri á árinu 2011 en hún var besti maður meistaraflokks kvenna sem var bæði Íslands- og bikarmeistari í vor.
 
Pálína náði eins og fyrr segir frábærum árangri á árinu og meðal afreka hennar eru:
 
Hún var valin í 5 manna úrvalslið Iceland Express deildar kvenna fyrir síðasta tímabil. Hún var einnig valin besti leikmaður Íslands- og bikarmeistara kvenna. Var í úrvalsliði Keflavíkur, ein af 5 bestu leikmönnum bæði karla og kvennaliðs Keflavíkur. Valin í landsliðshóp sem kom saman nú á milli jóla og nýárs. Pálína hefur verið leikmaður í öllum yngri landsliðum Íslands og hefur verið fastamaður í A- landsliði Íslands síðan 2006.
 
 
www.vf.is
 
   
Fréttir
- Auglýsing -