Pálína Gunnlaugsdóttir var sjóðandi í leik Hauka og Stjörnunnar í Lengjubikar kvenna í kvöld. Hún skoraði 26 stig og skaut 10/13 utan af velli og þar af 4/6 í þriggja stiga skotum. Pálína tók einnig 10 fráköst í leiknum Haukar sigruðu leikinn örugglega með 64 stigum gegn 49 frá Stjörnunni.
Stjarnan var án Bryndísar Hönnu Hreinsdóttur, stigahæsta leikmanns liðsins í Lengjubikarnum. Helena Sverrisdóttir fór snemma útaf með 5 villur en hafði þá skorað 18 stig, tekið 13 fráköst og gefið 5 stoðsendingar á aðeins 28 mínútum.
Margrét Kara og Ragna Margrét leiddu Stjörnuliðið með 14 stig hvor. Margrét Kara bætti við 9 fráköstum, 7 stoðsendingum og 6 stolnum boltum. Ragna Margrét tók að auki 10 fráköst.
Haukar voru alltaf skrefi á undan í leiknum en af leiknum að dæma eru bæði lið enn að slípa sig saman. Það verður spennandi að fylgjast með þessum liðum í Dominosdeildinni í vetur.
Mynd: Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 26 stig í kvöld gegn Stjörnunni. (Karl West Karlsson)