spot_img
HomeFréttirPálína besti leikmaður fyrri umferðarinnar

Pálína besti leikmaður fyrri umferðarinnar

Keflvíkingar voru fyrirferðamiklir í dag þegar valið var í úrvalslið fyrri umferðar Domino´s deildar kvenna. Pálína María Gunnlaugsdóttir leikmaður Keflavíkur var valin besti leikmaðurinn og Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur var valinn besti þjálfari fyrri umferðarinnar. Um er að ræða umferðir 1-14 en alls eru 28 umferðir leiknar í Domino´s deild kvenna.
 
Úrvalsliðið var þannig skipað:
 
Pálína María Gunnlaugsdóttir – Keflavík
Hildur Sigurðardóttir – Snæfell
Sara Rún Hinriksdóttir – Keflavík
Lele Hardy – Njarðvík
Hildur Björg Kjartansdóttir – Snæfell
 
Helga Einarsdóttir leikmaður KR var svo valin dugnaðarforkur umferðanna og Sigurður Ingimundarson besti þjálfari umferðanna.
 
Fyrstu 14 umferðir Domino´s deildarinnar þetta tímabilið var Pálína með 16,8 stig að meðaltali í leik, 5,1 frákast, 3,1 stoðsendingu og 15,9 framlagsstig að jafnaði í leik.
 
Mynd/ [email protected] – Frá vinstri: Birgir Örn Birgisson framkvæmdastjóri Domino´s á Íslandi, Hildur Björg Kjartansdóttir, Sara Rún Hinriksdóttir, Hildur Sigurðardóttir, Pálína María Gunnlaugsdóttir, Helga Einarsdóttir og Hannes S. Jónsson formaður KKÍ. Á myndina vantar Sigurð Ingimundarson þjálfara Keflavíkur og Lele Hardy spilandi þjálfara Njarðvíkurliðsins.
Fréttir
- Auglýsing -