spot_img
HomeFréttirKara: Ætlum okkur í A hlutann!

Kara: Ætlum okkur í A hlutann!

22:05
{mosimage}

(Margrét Kara Sturludóttir)

Margrét Kara Sturludóttir var sátt og sæl í leikslok þegar KR skellti Val í DHL-Höllinni í kvöld. Kara gerði 10 stig í leiknum, tók 5 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 3 boltum. Kara gekk til liðs við KR fyrir skemmstu og ljóst að hún hefur haft mikil áhrif í Vesturbænum en mikinn mun má sjá á leik KR fyrir og eftir áramót.

,,Mér líður mjög vel hérna í Vesturbænum og stemmningin er mikil og góð í liðinu og við byggjum ofan á það núna,“ sagði Kara sem ætlar ekki að vanmeta Fjölni í næstu umferð.

,,Við verðum að leggja allt okkar í þetta á laugardaginn eins og alla aðra leiki en það var bara að duga eða drepast fyrir okkur í þessum leik í kvöld. Það var ekkert annað í boði!“

Kara segir Iceland Express deildina vera mjög jafna þetta árið og að sorglegt yrði fyrir þær að lenda í B hluta. ,,Við ætlum okkur í A hlutann þó það sé vissulega sorglegt að leika t.d. ekki við Grindavík fyrr en mögulega í úrslitakeppninni,“ sagði Kara en hvernig líst henni á þetta nýja keppnisfyrirkomulag?

,,Breytingar eru af hinu góða en ég er í raun bara nýbúin að kynna mér hvernig þetta fyrirkomulag virkar og mér fyndist það leitt að ná ekki í A hlutann. Við ætlum okkur bara að klára Fjölnisleikinn og höfum lagt á okkur mikla vinnu undanfarið,“ sagði Kara í leikslok en KR þarf aðeins að vinna Fjölni á laugardag og þá er 4. sætið í deildinni þeirra. Eina leiðin fyrir Valskonur til að halda 4. sætinu er að KR tapi fyrir Fjölni.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -