spot_img
HomeFréttirAlda Leif 1 á 1

Alda Leif 1 á 1

s Fullt nafn: Alda Leif Jónsdóttir 

Aldur: 28  

Félag: Snæfell 

Hjúskaparstaða: Í sambúð með Sigurði Á. Þorvaldssyni og við eigum eina litla krúsílingu 

Happatala: 12  

Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar? Ég byrjaði að æfa árið 1993 með Val 

Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Mamma, Kolbrún Leifsdóttir 

Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í Iceland Express-deild karla og kvenna? Sigurður Þorvaldsson og Signý Hermannsdóttir – ekkert hlutdræg J 

Besti erlendi leikmaðurinn sem leikur í Iceland Express-deild karla og kvenna? Eftir að koma í ljós… 

Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir?  Fullt af efnilegum leikmönnum, t.d. margar efnilegar í Hólminum 

Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Jón Bender 

Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? Geof Kotila, sorry Justin! 

Uppáhalds NBA leikmaðurinn þinn? Hélt alltaf voða mikið upp á John Stokton hérna í gamla daga 

Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag? Steve Nash 

Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? Já, náði einum leik með Jordan áður en hann hætti, man bara ekki hvaða lið var að spila á móti Washington Wizards. 

Sætasti sigurinn á ferlinum? Bikarúrslitaleikur við Keflavík árið 2003  

Sárasti ósigurinn? Oddaleikur við KR um Íslandsmeistartitilinn árið 2002 

Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? Horfi á einn og einn fótboltaleik 

Með hvaða félögum hefur þú leikið?  Val, ÍS, Keflavík, Holbæk, Yellow Bike, Snæfell 

Uppáhalds: 

kvikmynd: Ekki hægt að velja úr – margar í uppáhaldi

leikari: Sean Connory

leikkona: Uma Thurman

bók: Yfirleitt sú bók sem ég las síðast, núna er ég að lesa Fíasól í góðum málum fyrir krakkana í 1. bekk

matur: Kalkúnn a la mamma

matsölustaður: Subway

lag: Roses með Kanye West

hljómsveit: Margar, allt frá Sálinni yfir í The Roots

staður á Íslandi: Stykkishólmur

staður erlendis: Kaupmannahöfn

lið í NBA: Washington Wizards

lið í enska boltanum: Liverpool

hátíðardagur: Jólin

alþingismaður: Pass

heimasíða: Karfan.is 

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki?.

Borða vel, fer yfir leikinn í huganum

 Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? Ef þú ert í sigurliði þá lærir maður meira af tapleikjunum, og ef þú ert í tapliði þá lærir maður meira af sigurleikjunum 

Furðulegasti liðsfélaginn? Þær eru nú nokkrar furðulegar hérna í Hólminum, nefni engin nöfn… 

Besti dómarinn í IE-deildinni? Kristinn Óskarsson 

Erfiðasti andstæðingurinn? Limor Mizrachi sem spilaði með KR hérna um árið   

 Þín ráð til ungra leikmanna? Æfa vel, hafa hausinn í lagi og muna að það sem þú gerir ekki á æfingu gerir þú ekki í leik! 

Að hverju viltu spyrja þann sem verður næst í 1 á 1?Helduru að Sálin hans Jóns míns hefði orðið betri hljómsveit ef Jón Ólafs hefði ekki hætt og farið í Ný Dönsk? Fá rökstutt svar…

Fréttir
- Auglýsing -