spot_img

Pablo kveður Val

Bakvörðurinn Pablo Bertone mun ekki leika með Val á komandi tímabili í Subway deild karla. Staðfestir leikmaðurinn þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Í færslu sinni þakkar Pablo Íslandi fyrir einhver bestu ár sem hann hefur átt í lífinu, en þar nefnir hann meðal annars að sonur hans hafi verið fæddur á landinu og að hann hafi fengið að vera hjá besta þjálafaranum.

Fyrst kom Pablo til Íslands 2020 til þess að spila fyrir Hauka, en tímabilið eftir 2021-22 skipti hann yfir til Vals. Með þeim vann hann Íslandsmeistaratitil 2022, og deildar- og bikarmeistaratitla 2023.

Fréttir
- Auglýsing -