spot_img
HomeFréttirÓvíst með málefni Watson

Óvíst með málefni Watson

13:15 

{mosimage}

 

 

Víkurfréttir greindu frá því á miðvikudag í síðustu viku að bandaríski körfuboltaleikmaðurinn TaKesha Watson væri á förum til síns heima vegna meiðsla. Á mánudag lék Watson kveðjuleik sinn með Keflavík en nú hefur hins vegar komið í ljós að svo gæti farið að Watson yrði áfram í herbúðum Keflavíkur.

 

Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurkvenna, sagði í samtali við Víkurfréttir að ekki væri búið að finna annan leikmann fyrir Watson og að leikmannamálin væru í skoðun. Watson fór í morgun í segulómskoðun í Reykjavík og er niðurstöðu að vænta síðar í dag eða á morgun en talið var að hún væri með rifinn liðþófa í hné.

 

Allt bendir til þess að Watson muni áfram leika með Keflavík en að sögn lækna er það geranlegt að leika með rifinn liðþófa. Jón sagði ennfremur við Víkurfréttir að Watson yrði í leikmannahóp Keflavíkur í kvöld.

 

Hvort Watson muni ljúka leiktíðinni með Keflavík eða annar leikmaður koma í hennar stað skýrist á næstu dögum.

 

Frétt af www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -