spot_img
HomeFréttirÓvíst hvort Howard verði áfram hjá Lakers

Óvíst hvort Howard verði áfram hjá Lakers

Ólíklegt þykir að Dwight Howard snúi aftur í Lakers búning þegar NBA tímabilið hefst í haust en samt sem áður er ekki öll von úti fyrir stuðningsmenn Lakers.
 
Howard er sennilega stærsti bitinn sem er dettur á frjálsa sölu núna 1. júlí og virðist svo vera að Lakers séu tilbúnir að ganga ansi langt til að halda honum en fyrir Howard virðist þetta vera meira en bara peningar. Lakers getur boðið kappanum 30 milljón dollara meira en næsta lið og eru tilbúnir að semja við hann til fimm ára upp á 118 milljónir dollara. Hæsta boð sem önnur lið geta boðið honum eru í kringum 88 milljón dollara.
 
Sagan segir að Howard ætli að heyra og funda með fulltrúum frá Dallas Mavericks, Houston Rockets og Atlanta Hawks áður en hann sest niður með fulltrúum Lakers. Megin ástæða þess að Howard vill fara annað er sú að hann trúir ekki á þá hluti sem D‘Antoni er að gera með liðið og er því tilbúinn til að spila annarsstaðar fyrir minni pening.
 
Lakers hefur ekkert farið leynt með það að þeir vilji halda Howard hjá Lakers og hafa biðlað til hans með stærðarinnar veggspjaldi utan á Staples Center með umræðutákninu #STAYD12

 
Fréttir
- Auglýsing -