spot_img
HomeFréttirÖskubuskuævintýri St.Peters Peacocks heldur áfram - Átta liða úrslit Marsfársins rúlla af...

Öskubuskuævintýri St.Peters Peacocks heldur áfram – Átta liða úrslit Marsfársins rúlla af stað í dag

Sextán liða úrslit Marsfársins kláruðust í nótt með fjórum leikjum.

Flestir voru leikirnir spennandi og komu úrslit einhverra leikjanna nokkuð á óvart.

Það sem mest kom á óvart var áframhaldandi gott gengi öskubuskuævintýris þessa árs St. Peters Peacocks, sem í nótt lögðu gífurlega sterkt lið Purdue í miklum spennuleik, 67-64. Fyrir árið í ár höfðu St. Peters aðeins þrisvar komist í Marsfárið og aldrei áður komist í gegnum fyrstu umferðina, en eru nú komnir í 8 liða úrslitin.

Úrslitin:

Prvovidence 61 – 66 Kansas

St.Peters 67 – 64 Purdue

North Carolina 73 – 66 UCLA

Iowa State 56 – 70 Miami

Deginum áður höfðu Duke, Houston, Villanova og Arkansas öll einnig tryggt sig áfram í átta liða úrslitin, en þau rúlla af stað í kvöld.

Þessi lið mætast í 8 liða úrslitunum:

Duke gegn Arkansas – Laugardag 26.mars

Houston gegn Villanova – Laugardag 26.mars

Miami gegn Kansas – Sunnudag 27.mars

St.Peters gegn North Carolina – Sunnudag 27.mars

7 daga prufa fylgir öllum nýjum áskriftum ESPN Player með því að skrá sig hér

• ESPN spilarinn mun sýna 67 leiki beint í Marsfárinu, þar með talið Final Four og úrslitaleikinn
• Þú getur stillt inn með því að gerast áskrifandi hér
• Nýjar áskriftir hafa 7 daga prufutímabil
• Spilarinn er aðeins til með ensku viðmóti
• Skilmálar gilda

Fréttir
- Auglýsing -