spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÓskar Þór tekur við Þór Akureyri "Markmiðið mitt er að halda áfram...

Óskar Þór tekur við Þór Akureyri “Markmiðið mitt er að halda áfram því góða starfi sem Bjarki hefur unnið”

Þór á Akureyri hefur ráðið Óskar Þór Þorsteinsson til þess að stýra liði þeirra á komandi tímabili í fyrstu deild karla.

Óskar Þór kemur til Þórs frá Álftanesi, þar sem hann var aðstoðarþjálfari Hrafns Kristjánssonar síðastliðið tímabil. Þrátt fyrir að vera aðeins 25 ára gamall hefur Óskar verið við þjálfun síðastliðin sjö tímabil í yngri flokkum hjá uppeldisfélagi sínu Stjörnunni í Garðabæ.

Óskar Þór tekur við Þór af Bjarka Ármanni Oddssyni, en á síðasta tímabili tapaði liðið sæti sínu í Subway deild karla og leika því í þeirra fyrstu á því næsta.

Tilkynning:

Körfuknattleiksdeild Þórs hefur ráðið Óskar Þór Þorsteinsson sem þjálfara meistaraflokks karla og mun hann stýra liðinu í 1. deildinni á komandi tímabili. Óskar er uppalinn hjá Stjörnunni í Garðabæ semur við Þór til 2 ára. Óskar, sem er 25 ára gamall hefur undanfarin 7 ár þjálfað yngri flokka Stjörnunnar og á þeim tíma skilað fimm Íslandsmeistaratitlum í hús.

Auk þess að þjálfa hjá Stjörnunni var Óskar aðstoðarþjálfari Álftanes síðustu tvö ár svo hann hefur nokkra reynslu í þjálfun meistaraflokks. Samkvæmt upplýsingum sem heimasíðan hefur þá var Óskar valinn þjálfari ársins af Garðabæ en þá þjálfaði hann fjölmennasta yngri flokk landsins (58 skráðir).

En hvernig kom þessi ráðning til var langur aðdragandi? „Nei svo sem ekki, Bjarki Ármann og stjórnin höfðu samband við mig í vor og kváðust hafa áhuga á að fá mig norður. Hrafn Kristjánsson hafði mælt með mér við Þór“.

Óskar Þór segir það vissulega áskorun að flytja norður eða öll heldur bara spennandi tækifæri. „Það er alltaf óvissa sem fylgir því að stíga inn í nýtt hlutverk en ég trúi því að ég sé tilbúinn í þetta verkefni eftir góðan skóla hjá Hrafni Kristjáns og fleiri frábærum þjálfurum sem ég hef fengið að læra af á síðustu árum“.

Þekkir þú eitthvað til hjá Þór, hefur þú kynnt þér stefnu deildarinnar og mannskapinn?

„Eftir að ég heyrði að það væri áhugi fyrir því að fá mig norður hef ég verið að kynna mér starfið í félaginu og rætt við marga. Deildin hefur gott orð á sér og þá sérstaklega allir þeir sjálfboðaliðar sem eru í kringum starfið. Það hefur verið aukning í yngri flokkunum og margir efnilegir árgangar sem eiga eftir að verða burðarásar í meistaraflokkunum á komandi árum“.

Markmið og væntingar?

Markmiðið mitt er að halda áfram því góða starfi sem Bjarki hefur unnið með þessa stráka og bæta svo við mínum áherslum og leikstíl. Við höfum góðan kjarna leikmanna sem hafa spilað lengi með félaginu og fengið mikla reynslu en auk þeirra eru ungir og efnilegir strákar sem sýndu miklar framfarir í fyrra en þeir verða vonandi tilbúnir í stærri hlutverk í ár“ sagði Óskar Þór Þorsteinsson nýráðinn þjálfari Þórs..

,,Við bindum miklar vonir við Óskar og höfum trú á að hann sé rétti maðurinn í að byggja upp öflugt lið með okkur á komandi árum” segir Hjálmar Pálsson formaður körfuknattleiksdeildar.

Fréttir
- Auglýsing -