spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÓskar eftir stórt tap Þórs gegn toppliði Álftnesinga "Hefði viljað sjá betri...

Óskar eftir stórt tap Þórs gegn toppliði Álftnesinga “Hefði viljað sjá betri seinni hálfleik hjá okkur”

Þórsarar máttu þola fjörutíu stiga tap gegn Álftanesi þegar liðin mættust í íþróttahöllinni í kvöld. Leikurinn var tiltölulega jafn framan af en í hálfleik var munurinn á liðunum 14 stig 27:41. Þórsarar byrjuðu seinni hálfleikinn prýðilega en um miðjan leikhlutann var munurinn sjö stig 42:49 en þá settu gestirnir í fluggír og hreinlega stungu af. Þá datt hreinlega botninn úr leik Þórs og ekkert gekk upp hvorki í vörn né sókn og gestirnir nýttu sér það til hins ýtrasta og unnu síðari hálfleikinn með 26 stigum 16:40 og fjörutíu stiga sigur staðreynd 67:107.

Hérna er meira um leikinn

Þór Tv spjallaði við Óskar Þorsteinsson þjálfara Þórs eftir leik í Höllinni á Akureyri.

Viðtal / Palli Jóh

Fréttir
- Auglýsing -