20:22
{mosimage}
(Logi gerði 14 stig í dag)
Íslenska karlalandsliðið beið lægri hlut í Austurríki rétt í þessu. Lokatölur leiksins voru 85-64 Austurríkismönnum í vil. Logi Gunnarsson var stigahæstur hjá íslenska landsliðinu með 14 stig.
Þrír leikmenn íslenska liðsins þurftu að víkja frá leik með fimm villur en það voru þeir Friðrik Stefánsson, Hlynur Bæringsson og Fannar Ólafsson.
Íslenska liðið er komið í erfiða stöðu með þrjá tapleiki á bakinu og einn sigur. Síðari hluti riðlakeppninnar fer fram á næsta ári og þarf íslenska liðið nánast á kraftaverki að halda til þess að komast áfram.