ÍR og Oscar Jørgensen hafa komist að samkomulagi um að Oscar spili fyrir ÍR liðið á næsta tímabili í fyrstu deild karla.
Oscar er 24 ára Dani sem kemur frá Sindra þar sem hann var valinn mikilvægasti leikmaður liðsins á síðasta tímabili. Þar skilaði Oscar 20 stigum og 4 stoðsendingum ásamt því að hitta úr rúmlega 45% þriggja stiga skota sinna. Þar áður hefur Oscar spilað í heimalandinu fyrir bæði Horsens og Svendborg.