spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÖruggur Valssigur í endurkomu Helenu á Ásvelli

Öruggur Valssigur í endurkomu Helenu á Ásvelli

Helena Sverrisdóttir sneri aftur á Ásvelli í fyrsta sinn sem leikmaður Vals í kvöld er liðin mættust í 16. umferð Dominos deildar kvenna.

Þessi sömu lið mættust einmitt í úrslitaeinvígi deildarinnar á síðustu leiktíð þar sem Haukar unnu í oddaleik. Óhætt er að segja að Valsarar hafi náð að hefna fyrir það tap í kvöld en liðið vann sannfærandi sigur 60-83.

Valsarar voru með yfirhöndina allan leikinn en Haukar alltaf í baksýnisspeglinum. Það var svo í fjórða leikhluta að Valur sleit sig frá heimakonum og unnu öruggan sigur að lokum.

Helena Sverrisdóttir var frábær í endurkomunni og endaði með 30 stig, 11 fráköst, 5 stoðsendingar, 4 stolnir boltar og 43 í framlagsstigum. Margir leikmenn lögðu mikið til í sigrinum og ljóst að breiddin er ansi mikil í liðinu.

Lele Hardy var öflug fyrir Hauka og endaði með 18 stig, 17 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum. Haukar sitja enn í sjöunda sæti deildarinnar og misstu Skallagrím lengra framúr sér í kvöld.

Valsarar nálgast toppinn óðfluga en einungis fjögur stig skilja af topplið KR og Val núna. Liðið hefur unnið sex leiki í röð og ekki tapað síðan 28. nóvember síðastliðinn.

Tölfræði leiksins

Haukar-Valur 60-83 (13-16, 12-20, 24-22, 11-25)

Haukar: Þóra Kristín Jónsdóttir 20/9 fráköst, LeLe Hardy 18/17 fráköst/6 stoðsendingar, Klaziena Guijt 9, Rósa Björk Pétursdóttir 5, Magdalena Gísladóttir 2, Bríet Lilja Sigurðardóttir 2, Eva Margrét Kristjánsdóttir 2/6 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 2, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 0, Karen Lilja Owolabi 0, Kolbrún Eir Þorláksdóttir 0.
Valur: Helena Sverrisdóttir 30/11 fráköst/5 stoðsendingar, Heather Butler 16/6 fráköst/5 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 8/4 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 8, Ásta Júlía Grímsdóttir 7/13 fráköst, Simona Podesvova 6/10 fráköst/6 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 5, Dagbjört Samúelsdóttir 3, Kristín María Matthíasdóttir 0, Bergþóra Holton Tómasdóttir 0, Elísabet Thelma 0, Anita Rún Árnadóttir 0.

Viðtöl:

 

 

Fréttir
- Auglýsing -