spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÖruggur þrettándi sigur í röð fyrir landleikjahlé

Öruggur þrettándi sigur í röð fyrir landleikjahlé

Jón Axel Guðmundsson og San Pablo Burgos höfðu betur gegn Monbus Obradoiro í Primera Feb deildinni á Spáni í dag, 95-82.

Á tæpum 23 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Jón Axel 12 stigum, 2 fráköstum og 7 stoðsendingum, en hann var framlagshæstur í liði Burgos í leiknum.

Leikurinn var sá síðasti hjá Jóni og félögum fyrir landsleikjahlé, en þeir eru sem áður í efsta sæti deildarinnar, með þrettán sigurleiki í röð.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -