spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÖruggur Stjörnusigur í Austurbergi

Öruggur Stjörnusigur í Austurbergi

Stjarnan hafði betur gegn Aþenu í Austurbergi í kvöld í Bónus deild kvenna.

Stjarnan er eftir leikinn við topp B riðils deildarinnar með 18 stig á meðan Aþena er í neðsta sætinu fallnar, með 10 stig.

Stjarnan leiddi leik kvöldsins í upphafi og var fimm stigum yfir að fyrsta fjórðung loknum, 17-22. Heimakonur í Aþenu ná hinsvegar að snúa taflinu sér í vil í öðrum leikhlutanum og eru sjálfar fimm stigum yfir þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 40-35.

Snemma í seinni hálfleiknum nær Stjarnan aftur að komast í forystu. Vinna þriðja fjórðunginn með tólf stigum og eru því sjö stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 53-60. Í þeim fjórða halda þær fætinum svo áfram á bensíngjöfinni og ná mest 19 stiga forystu, en að lokum vinna þær leikinn með þettán stigum, 72-85.

Atkvæðamestar fyrir Aþenu í leiknum voru Barbara Ola Zienieweska með 15 stig, 4 fráköst og Jada Christine Smith með 9 stig og 7 stoðsendingar.

Fyrir Stjörnuna var Denia Davis Stewart atkvæðamest með 29 stig og 18 fráköst. Henni næst var Diljá Ögn Lárusdóttir með 21 stig og 7 stolna bolta.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -