Undir 18 ára lið drengja lagði Noreg í dag í fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu í Södertalje í Svíþjóð. Íslenska liðið leiddi leikinn allt frá fyrstu mínútu, voru komnir með 16 stiga forystu í hálfleik og unnu leikinn að lokum með 33 stigum, 93-60.
Byrjunarlið Íslands
Lars Erik, Friðrik Leó, Kristján Fannar, Hilmir og Þórður Freyr.
Gangur leiks
Íslenska liðið og sér í lagi Kristján Fannar Ingólfsson mætti vel inn í leikinn. Kristján skoraði fyrstu 9 stig liðsins og var staðan 9-2 eftir fyrstu fjórar mínúturnar. Noregur nær aðeins að spyrna við út fyrsta leikhlutann, en Ísland leiðir þó með 13 stigum fyrir annan fjórðung 20-7. Ísland hótar því svo að gera útum leikinn undir lok fyrri hálfleiksins, fara mest 19 stigum yfir, en þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik er munurinn 16 stig, 40-24.
Stigahæstir í fyrri hálfleiknum voru Kristján Fannar með 14 stig og þá var Karl Kristján Sigurðarson kominn með 10 stig.
Í upphafi seinni hálfleiksins gerir Ísland svo nánast út um leikinn. Vinna þriðja fjórðung með 8 stigum og eru því með þægilega 24 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 63-39. Eftirleikurinn virtist nokkuð einfaldur fyrir íslenska liðið, hyéldu uppi ákefð á báðum endum vallarins og uppskera að lokum öruggan 33 stiga sigur, 96-60.
Atkvæðamestir
Kristján Fannar Ingólfsson var atkvæðamestur í liði Íslands í dag með 20 stig, 6 fráköst og 2 varin skot. Honum næstir voru Brynjar Kári Gunnarsson með 13 stig, 6 fráköst, 3 stoðsendingar og Birkir Hrafn Eyþórsson með 16 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar.
Hvað svo?
Næsti leikur drengjanna er á morgun k. 13:15 gegn Eistlandi.
Myndasafn (Gunnar Jónatansson)
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil