Tindastóll lagði Stjörnuna nokkuð örugglega í Umhyggjuhöllinni í kvöld í 11. umferð Bónus deildar kvenna, 57-92. Eftir leikinn er Tindastóll í 3.-5. sæti deildarinnar með 14 stig á meðan Stjarnan er í 6. sætinu með 8 stig.
Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur kvöldsins ekkert sérlega jafn eða spennandi undir lokin. Heimakonur voru þó öllu nær í fyrri hálfleik leiksins, þar sem þær eru 2 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 21-19 og stigi á undan þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 44-43.
Stjarnan vill eflaust gleyma seinni hálfleik leiksins sem fyrst. Tindastóll vinnur þriðja leikhlutann með 11 stigum og eru þær því með þægilega tíu stiga forystu fyrir lokaleikhlutann. Í honum eru Stólarnir þó með öll völd á vellinum, vinna lokaleikhlutann með 25 stigum og leikinn að lokum með 35 stigum, 57-92.
Atkæðamestar fyrir Tindastól í leiknum voru Randi Brown með 32 stig, 7 fráköst og Oumoul Khairy Sarr Coulibaly með 19 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar.
Fyrir Stjörnuna var það Fanney María Freysdóttir sem var stigahæst með 13 stig og Denia Davis Stewart skilaði 12 stigum og 5 fráköstum.
Leikurinn var sá síðasti sem bæði lið leika á þessu ári, en deildin mun rúlla aftur af stað þann 4. janúar.
Myndasafn (væntanlegt)