spot_img
HomeFréttirÖruggur sigur Þórs(Umfjöllun)

Öruggur sigur Þórs(Umfjöllun)

02:17

{mosimage}

Í kvöld tóku Þórsarar á móti Hamri í úrvalsdeild karla í íþróttahúsinu við Síðuskóla. Sigur heimamanna var aldrei í hættu og leiddu allann leikinn og innbyrgðu 92-74 öruggan sigur.

Þórsarar byrja leikinn með krafti, en á fyrstu mínútu stelur Óðin Ásgeirsson boltanum og treður með stæl. Óðinn byrjar leikinn vel og skorar fyrstu níu stig heimamanna. Hamarsmenn virtust vera vankaðir eftir fyrstu mínúturnar og ná sér illa á strik, hitta illa bæði á vítalínunni sem og fyrir utan teig. Heimamenn hittu mjög vel fyrir utan og spilagóða vörn sem skilar sér í hraðaupphlaupum. En heimamenn keyra grimmt í bakið á gestunum. Þórsarar ná þægilegu forskoti og vinna 1. leikhlutann með 17 stiga mun, 30:13.

Óðinn Ásgeirsson fer fyrir heimamönnum og er lang atkvæða mestur. Í liði gestanna á Marvin Valdimarsson fína spretti.

Fyrsti leikhluti: gangur leiksins: (2-0) – (2-2) – (2-4) – (4-4) – (6-4) – (9-8) – (15-8) – (20-9) – (26-11 ) – (30-13)

Í öðrum leikhluta virtust heimamenn ætla að halda uppteknum hætti. Byrjuðu ágætlega og héldu 15 stiga mun. Um miðjan 3. leikhluta slökuðu heimamenn á og Hamarsmenn ná að minnka forystu heimamanna niður í 10 stig. Hrafn Kristjánsson þjálfari Þórs tekur leikhlé til að stöðva framgang gestanna. Eftir það héldu Þórsarar tíu stiga mun sem eftir lifði leikhlutans.

Í liði heimamanna var Cedric Isom allt í öllu og virtist geta brotist í gegnum vörn gestanna eins og honum sýndist. Sem fyrr var það Marvin Valdimarsson og George Byrd sem voru atkvæða mestir í liði gestanna.

Gangur leiksins í 2. leikhluta (30-16 ) – (33-18 ) – (39-25) – (41-28 ) – (43-28 ) – (45-30) – (46-34) – (47-36) – (47-40) – (50-40).

Hamarsmenn byrja seinni hálfleikinn vel, fóru að spila smá pressuvörn og sóknin virtist ganga vel hjá gestunum. Heimamenn hins vegar áttu í miklu basli, hittu illa og virtust ekki finna taktin. Þegar gestirnir ná að minnka forystu heimamanna tekur Hrafn Kristjánsson leikhlé til þess að vekja leikmenn sína af værum blundi. Þegar fer að líða á leikhlutan minnka gestirnir forystuna niður í fimm stig. Þá loksins vöknuðu heimamenn með Cedric Isom í fararbroddi og náðu að auka forskotið á nýjan leik, og þegar leikhlutinn var búinn leiddu heimamenn með 12 stiga mun. 69:57. Cedric leiddi heimamenn í leikhlutanum, og með hans hjálp komust gestirnir ekki nær heimamönnum en raunin varð.

Í liði gestanna var það Marvin Valdimarsson, sem átti góða spretti í leikhlutanum.

Gangur leiksins í þriðja leikhluta: (50-42 ) – (50-44 ) – (52-46 ) – (58-46) – (58-50) – (60-53) – (63-55) – (67-55) – (69-57)

Heimamenn byrja fjórða leikhluta betur og gestirnir ná ekki að minnka forskot heimamanna. Ágúst Björgvinsson þjálfari Hamars tók leikhlé er 3 mínútur voru liðnar af leikhlutanum, og var ekki par sáttur. Þrátt fyrir leikhléið ná Hamarsmenn engum takti, og þórsara juku forskot sitt hægt og bítandi með þá Óðinn Ásgeirsson og Cedric Isom í fararbroddi. Hins vegar gáfust gestirnir fljótt upp í upphafi leikhlutarins og því var enginn sem skaraði frammúr hjá gestunum í leikhlutanum. Og sanngjarn 18 stiga sigur heimamanna staðreynd.

Gangur leiksins í fjórða leikhluta: (69-60) – (71-62) – (75-62) – (79-62) – (81-66) – (85-66) – (88-68) – (90-70) – (92-74)

Ágúst Björgvinsson nýráðinn þjálfari Hamars var ekki sáttur með tapið ,, Erfitt að vera sáttur, að fá svona mörg stig á sig, þá sérstaklega í fyrsta leikhluta, 30 stig er allt of mikið. En eins og í öllum leikjum er hægt að finna ljósa punkta í þessu, og best að einbeitta okkur að því. Númer 1,2 og 3 þarf liðið að kynnast mér og ég þarf að kynnast liðinu. Það er þó fullt að öðrum hlutum sem hægt er að bæta. En mikilvægast er þó að kynnast betur."

Magnús Helgason fyrirliði Þórs var sáttur með sína menn ,,Við lögðum upp með það að vinna þennan og það tókst. Vörnin var góð meiri part leiksins og það skóp sigurinn. Sóknin var ágæt líka." Aðspurður um sína eigin frammistöðusagði fyrirliðinn ,, Ég get ekki sagt að ég sé sáttur með eigin frammistöðu, svona allt í lagi. Það er alltaf hægt að gera betur." Nei, ég hélt að við myndum taka þetta strax í upphafi, við byrjuðum vel en leyfðum þeim að komast inn í leikinn. Við virðumst aldrei ná að klára leikina strax þegar við náum upp góðu forskoti.

Magnús var mjög sáttur með að innbyrða loks tvö stig í hús ,,loksins tvö stig, áttum þrjá erfiða leiki í byrjun, og áttum reyndar að vinna Stjörnuna í síðasta leik, og í raun skandall að hafa ekki klárað þann leik. En núna er bara að halda áfram að safna fleiri stigum í hús," sagði Magnús kampakátur í lokinn.

Í fyrri hálfleik og í síðasta leikhlutanum sýndu heimamenn loksins hvað í liðinu býr, og þegar þeir keyra upp hraðann og spila sína góðu vörn eiga þeir að geta unnið hvaða lið sem er í deildinni. Gestirnir voru allan leikinn utan við sig, og virtust aldrei ná neinum takti í leiknum.

Hamarsmenn geta spilað miklu betur, en það tekur að sjálfssögðu tíma fyrir liðið að aðlagast nýjum þjálfara.

Cedric Isom sýndi í leiknum í kvöld að hann er einn af allra bestu erlendu leikmönnum deildarinnar, og Hamarsmenn réðu ekkert við hann þegar hann komst á skrið.

Óðinn Ásgeirsson sýndi loksins í kvöld hversu öflugur leikmaður hann er.

Í liði Hamars var það Marvin Valdimarsson sem átti stór góðann leik, og setti niður góð skot, og var öruggur á vítalínunni.

George Byrd var góður undir körfunni, en getur alveg spilað betur.

Þórsarar nýttu sér að vera með breiðari hóp en gestirnir, skiptu ört inn á og gátu þar af leiðandi keyrt upp hraðan. 18 stiga sigur heimamanna því sanngjarn.

Stig Heimamanna: Cedric Isom 30, Óðinn Ásgeirsson 27, Þorsteinn Gunnlaugsson 14, Magnús Helgason 11, Luka Marolt 6, Hrafn Jóhannesson 2 og Birkir Heimisson 2

Stig Hamars: Marvin Valdimarsson 20, George byrd 18, Read Mustafa 11, Lárus Jónsson 8, Bojan Bojovic 6, Viðar Hafsteinsson 4 og Bjarni Lárusson 2.

Myndir úr leiknum frá Jóni Inga Baldvinssyni hér.


mynd: Jón Ingi Baldvinsson

umfjöllun: www.thorsport.is

Fréttir
- Auglýsing -