spot_img
HomeFréttirÖruggur sigur Sundsvall

Öruggur sigur Sundsvall

Sundvall lagði Uppsala að velli 78-65 í Íslendaslag í sænska boltanum. Íslensku leikmennirnir voru áberandi í leiknum og þá sérstaklega Hlynur Bæringsson og Jakob Sigurðsson hjá Sundsvall.
Sigur Sundsvallmanna var mjög öruggur og leiddu þeir mest allan leikinn og var forysta þeirra aldrei í hættu.
 
Jakob var með 16 stig fyrir Sundsvall og Hlynur var með tvennu en hann setti 10 stig og tók 14 fráköst. Einnig gaf hann 5 stoðsendingar. Reyndar átti hann fleiri flottar sendingar en hendur félaga hans voru mis vel lagðar og klúðruðu þeir nokkrum auðveldum sniðskotum.
 
Helgi Magnússon skoraði 6 stig og 6 fráköst fyrir lið Uppsala en strákarnir áttu erfiðan dag.
 
Ljósmynd/ Hlynur Bæringsson heldur áfram að frákasta eins og tröll í sænsku deildinni.
 
Fréttir
- Auglýsing -