spot_img
HomeFréttirÖruggur sigur Snæfells á Þór Akureyri

Öruggur sigur Snæfells á Þór Akureyri

Snæfell tók á móti Þór frá Akureyri í lengjubikar kvenna og eftir fyrsta hluta var staðan 19-12 fyrir Snæfell en þær höfðu strax tök á leiknum þrátt fyrir að það eigi eftir að fara í fínstillingar á leik liðasins. Nýjar liðsdömur í Snæfelli Haiden Denise Palmer og Sara Diljá litu vel út og María Björns ætlar sér greinilega stærri hlutverk í vetur. Þórsstúlkur hafa sett miðið fyrir veturinn og heilmikil og flott uppbygging í gangi fyrir norðan og voru þær Heiða Hlín og Erna Rún ferskar á fæti ásamt Helgu Hallgríms sem sótti á eftir sem leið.

 

Gestirnir mættu með baráttuvilja og voru að stríða íslandsmeisturunum og nálguðust hratt 21-16. Snæfell gaf þó og leiddu 34-23 í hálfleik. Staðan eftir þriðja hluta var 49-33 og gestirnir farnir að þreytast eilítið. Margir ungir leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokkum liðanna og fengu að spreyta sig nokkuð í leiknum, stóðu sig með þvílíkri prýði. Það fór svo að Snæfell sigraði leikinn örugglega 64-49. Stigahæstar voru Haiden Palmer með 15 stig og Anna Soffía með 13 stig. Hjá Þór var Heiða Hlín með 12 stig og Helga Rut Hallgrímsdóttir með 11 stig og 9 fráköst

 

Texti: Símon B. Hjaltalín

 

Mynd: Rebekka Rán var með 3 stolna bolta í leiknum (Davíð Eldur)

Fréttir
- Auglýsing -