Efsta lið Domino's deildarkvenna, Snæfell og botnlið Hamars áttust við í kvöld.
Leikurinn fór hægt af stað og áttu bæði lið erfitt með að finna körfuna og staðan 7-12 gestunum í vil eftir fyrsta fjórðung. Í öðrum leikhluta byrjuð heimastúlkur mjög vel og minnkuðu mun Snæfells niður hægt og bítandi. Komust yfir 18-17, en þá svöruðu Snæfells stúlkur með fínum kafla og leiddu í hálfleik með 8 stigum 21-29.
Seinni hálfleikur náði þó aldrei að verða spennandi. Snæfells stúlkur sýndu hvað í þeim býr og juku forskotið jafnt og þétt. Hamars stúlkur náðu ekki að halda í við flottan sóknarleik gestanna og að lokum var 30 stiga sigur Snæfells staðreynd í bragðdaufum leik 39-69.
Hamar-Snæfell 39-69 (7-12, 14-18, 6-21, 12-18)
Hamar: Alexandra Ford 11/7 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 5, Íris Ásgeirsdóttir 5/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 5/7 fráköst/3 varin skot, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 4/4 fráköst, Heiða Björg Valdimarsdóttir 3, Margrét Hrund Arnarsdóttir 2, Jenný Harðardóttir 2/7 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 2, Vilborg Óttarsdóttir 0, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 0, Karen Munda Jónsdóttir 0.
Snæfell: Berglind Gunnarsdóttir 22/10 fráköst, Haiden Denise Palmer 14/12 fráköst/7 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9, Rebekka Rán Karlsdóttir 7/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 6, María Björnsdóttir 4/13 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 2, Alda Leif Jónsdóttir 2/11 fráköst, Erna Hákonardóttir 2, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 1/8 fráköst/3 varin skot, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0/7 fráköst/4 varin skot.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Hákon Hjartarson
Mynd: Berglind Gunnarsdóttir átti góðan leik fyrir Snæfell (Davíð Eldur)