spot_img
HomeFréttirÖruggur sigur Snæfellinga gegn Hamri

Öruggur sigur Snæfellinga gegn Hamri

11:04

{mosimage}

 

(Sigurður var atkvæðamestur Hólmara í gær með 20 stig) 

 

Snæfell vann Hamar/Selfoss með 23 stiga mun þegar liðin mættust i Fjárhúsinu í gærkvöldi. Lokatölur leiksins urðu 83-60 og höfðu heimamenn undirtökin allan leikinn. Stigahæstir í liði Snæfells voru Siggi Þorvalds (20), Justin Shouse (18), Hlynur (14) og Martin Thuesen (14). Hjá Hamri var George Bird stigahæstur með 12 og næstur honum kom Hallgrímur Brynjólfsson með 10. Með sigrinum er Snæfell komið með 26 stig í 3.-4. sæti deildarinnar ásamt Skallagrími. 

 

Leikurinn í gær fór nokkuð rólega af stað og skiptust liðin á forustunni. Heimamenn virtust ætla að ná góðri forustu, en H/S eru þekktir fyrir allt annað en að gefast upp og komust ávalt inn í leikinn. George Bird var erfiður undir körfunni og virtust Snæfellingar ekkert vera að stressa sig á því að berja á honum. Hlynur var mjög "smart" og braut ekkert á honum, eft til vill til að eiga villurnar inni fyrir fjórða leikhluta. Staðan eftir 1. leikhluta 22-19.

 

Í öðrum leikhluta fór Geoff að breyta um leikaðferð. Setti 3 bakverði inn á og lét strákana pressa. Lárus leikstjórnandi H/S var kominn með 2 villur og var settur á tréverkið og áttu gestirnir því í erfiðleikum með að koma upp með boltann. Við þetta náðu Snæfellingar góðri forustu og héldu menn að þeir ætluðu að stinga af, en H/S náðu góðum lokaspretti og minnkuðu muninn niður í 7 stig rétt fyrir hálfleik. Martin Thuesen setti síðan gott skot af lyklinum rétt fyrir lokaflautið og tryggði 9 stiga forustu inn í hálfleikinn.

 

3. leikhluti var arfaslakur af hálfu beggja liða. Hittnin slök og hraðinn lítill. Gestirnir unnu þann leikhluta 12-13 og því spenna fyrir síðasta fjórðung.

 

Spennan sem margur hélt að væri í uppsiglingu í loka fjórðungnum varð að engu, því Snæfellspiltar mættu hrikalegir til leiks. Pressuðu stíft og keyrðu hraðann upp og uppskáru auðveldar körfur. Geoff skipti á milli þess að vera með 2 og 3 bakverði í leiknum og gerði það H/S erfitt fyrir þar sem Snæfellingar virtust geta hraðabreytt leiknum að vild. Justin stjórnaði liðinu eins og herforingi og endaði leikurinn eins og áður sagði með 23. stiga mun 83-60, þar sem gestirnir skoruðu aðeins 9 stig í 4. leikhluta.

 

Justin og Siggi voru sóknarlega sterkastir í kvöld, en Martin Thuesen var einnig að koma mjög skemmtilega inn. Var með 100% nýtingu utan af velli (4/4 í tveggja og 1/1 í þriggja). Hlynur var mjög sterkur í vörninni og fór illa með George Byrd, sem er reyndar ekkert lamb að leika sér við. Ánægjulegasta innkoman var sammt frá Guðna, sem átti einn sinn besta leik í vetur. Setti mjög góðar körfur og var með mikilvæg fráköst. Gaman að sjá unga stráka stíga upp þegar menn eins og Nonni detta út. Nonni hefur einmitt verið veikur undan farnar vikur en er að ná sér og verður að öllum líkindum með gegn Tindastóli á sunnudag.

 

Hjá Hamri/Selfoss var enginn sem var áberandi bestur. Bird átti fína spretti í fyrri hálfelik og Marvin í þeim seinni. Friðrik var óheppinn með skotin sín og hefði með heppni getað haldið þeim inni í leiknum, en svo var ekki og því fór sem fór. 

 

Tölfræði leiksins

 

Frétt af www.snaefell.is

Mynd: www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -