Meistaraflokkur Selfoss gerði sér góða leið á Akranes í kvöld þegar liðið mætti ÍA í 3. umferð 1. deildarinnar. Sigur Selfoss var aldrei í hættu þar sem liðið bætti við forskotið í hverjum leikhluta og uppskar 66-87 sigur fyrir vikið.
Selfyssingar byrjuðu leikinn að krafti og skoruðu fyrstu 7 stig leiksins, en heimamenn voru fljótir að vakna og voru búnir að koma sér inní leikinn áður en 1. leikhluti kláraðist, staðan 16-19. Í 2. leikhluta byrjuðu Selfyssingar að setja tóninn fyrir restina af leiknum. Jafnt og þétt byrjuðu þeir að auka muninn á milli liðanna og munaði 11 stigum á liðunum þegar liðin fóru inn í hálfleik, 27-38. Sama var uppá teninginn í 3. og 4. leikhluta. Selfyssingar voru allan tíman með yfirhöndina í leiknum og var sigurinn á ÍA aldrei í hættu. Lokatölur 66-87.
Óli Gunnar Gestsson var atkvæðamestur í liði Selfoss í kvöld og skilaði 23 stigum og reif niður 14 fráköst. Fyrir ÍA var Christopher Khalid Clover atkvæðamestur með 29 stig og 5 fráköst.
Myndir / Jónas H. Ottósson
Umfjöllun / Selfoss Karfa