spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÖruggur sigur Keflavíkur gegn Stjörnunni

Öruggur sigur Keflavíkur gegn Stjörnunni

Keflavík hafði betur gegn Stjörnunni í Blue höllinni í kvöld í næst síðustu umferð Bónus deildar karla, 107-98.

Eftir leikinn er Keflavík í 9. sæti deildarinnar með 18 stig á meðan Stjarnan er í 2. sætinu með 30 stig.

Það voru heimamenn í Keflavík sem leiddu leik kvöldsins frá byrjun til enda, en topplið Stjörnunnar náði ekki forystunni í eina sekúndu í leiknum. Keflvíkingar þurftu þó nokkuð að hafa fyrir því, en eftir að hafa lengst af leitt með 10-20 stigum ná gestirnir úr Garðabæ að skera forskotið niður í þrjú stig á lokamínútunum. Það próf stóðust heimamenn þó með prýði og er sigur þeirra að lokum nokkuð öruggur, 107-98.

Sigurinn var stór fyrir Keflavík sem náði að halda lífi í úrslitakeppnisvonum sínum, en til þess þeir komist inn í hana verða þeir að vinna Þór í lokaumferðinni og treysta á hagstæð úrslit hjá öðrum liðum.

Að sama skapi fór Stjarnan gífurlega illa að ráði sínu í baráttu sinni um deildarmeistaratitilinn. Þeir eru í 2. sæti deildarinnar með 30 stig, líkt og Tindastóll, sem þó eru sæti ofar vegna innbyrðisviðureignar, en lokaleikur Stjörnunnar í deildinni er gegn Njarðvík.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -