Undir 18 ára stúlknalið Íslands lagði Noreg í dag í fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu í Södertalje í Svíþjóð, 62-90.
Íslenska liðið mætti betur til leiks í dag og skoraði fyrstu 8 stig leiksins. Noregur náði þó áttum fljótlega, en eftir fyrsta leikhluta var forysta Íslands þó 13 stig, 10-23. Þær láta svo kné fylgja kviði undir lok fyrr hálfleiksins og fara með þægilega 20 stiga forystu til búningsherbergja í hálfleik, 25-45.
Þeirri forgot ystu halfa þær svo í upphafi seinni hálfleiksins og eru enn 17 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 47-64. Í honum gera þær svo nóg til að sigla að lokum mjög svo öruggum 28 stiga sigur í höfn, 62-90.
Stigahæst fyrir Ísland í leiknum var Emma Hrönn Hákonardóttir með 20 stig. Henni næst var Hildur Björk Gunnsteinsdóttir með 13 stig, Sara Líf Boama og Dzana Crnac voru með 12 stig og Anna Margrét Hermannsdóttir var með 11 stig.
Næsti leikur Íslands á mótinu er á morgun kl. 14:00 gegn Danmörku.
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil