Tryggvi Snær Hlinason og Bilbao lögðu Tofas frá Tyrklandi heima í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum FIBA Europe Cup, 84-72.
Tryggvi hafði hægt um sig sóknarlega í leik kvöldsins, tók aðeins eitt skot sem geigaði, en hann skilaði stigi af vítalínunni, 5 fráköstum, stolnum bolta og vörðu skoti á rúmum 15 mínútum spiluðum.
Til þess að komast áfram þarf Bilbao að vinna með samanlagðri stigatölu beggja leikja, en seinni leikur þeirra gegn Tofas er í Tyrklandi þann 12. mars.