20:53
{mosimage}
(KR-ingar voru einfaldlega sterkari eins og Skarphéðinn Ingason sýnir hér)
KR mun annað hvort mæta Njarðvík eða Snæfell í úrslitum Poweradebikarsins á sunnudag eftir öruggan 95-70 sigur á Skallagrím í Laugardalshöll. KR leiddi 45-36 í hálfleik og hleyptu Skallagrímsmönnum aldrei nær sér eftir það.
Staðan að loknum 3. leikhluta var 67-51 KR í vil og fátt eða ekkert sem benti til þess að Skallagrímur myndi ná Íslandsmeisturnum. KR átti svo ekki í vandræðum með að afgreiða 4. leikhluta. Darrell Flake fékk 5 villur þegar tæpar fjórar mínútur voru til leiksloka og þá köstuðu Borgnesingar endanlega inn handklæðinu og KR fór með 95-70 sigur af hólmi.
Joshua Helm var stigahæstur hjá KR með 21 stig og 10 fráköst en Darrell Flake gerði 17 stig og tók 9 fráköst í liði Skallagríms.
Leikur Njarðvíkur og Snæfells fer senn að hefjast en það lið sem hefur sigur í leiknum mun mæta KR í úrslitaleiknum á sunnudag.
Pálmi Freyr Sigurgeirsson lék ekki með KR í kvöld en sat á varamannabekk Íslandsmeistaranna. Pálmi er að glíma við flensu um þessar mundir en vonaðist til þess að vera orðinn heill fyrir sunnudag.