spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaÖruggur sigur Fjölnis á Hamri

Öruggur sigur Fjölnis á Hamri

Í gærkvöldi heimsótti topplið Fjölnis Hamarsstúlkur í Frystikistuna. Leikurinn fór rólega af stað og liðin skiptust á að skora. Undir lok fyrsta leikhluta náði Fjölnir smá forskoti og staðan í lok leikhlutans var 14-21 Fjölni í vil.  Annar leikhluti byrjaði nokkuð jafnt en um miðbik leikhlutans meiðist Alexandra Petersen sem hafði byrjað leikinn vel og sett niður 16 stig. Við það eflast Fjölnisstelpur og gefa allt í leikinn og auka þær forskotið jafnt og þétt. Fjölnir sigraði leikinn örugglega 78-54. Dómararnir voru heldur flautuglaðir þetta föstudagskvöld og náðist lítið flæði í leikinn sem var mikið stoppaður. Fjórar Hamarskonur fengu rauða spjaldið og fóru út af með 5 villur.

Íris Ásgeirsdóttir var stigahæst í Hamarsliðinu með 13 stig, Álfhildur Þorsteinsdóttir skoraði 11 stig og tók 9 fráköst, Dagrún Inga Jónsdóttir var með 9 stig og fiskaði 5 villur á andstæðingana, Helga Sóley Heiðarsdóttir var með 8 stig.

Áberandi var hversu vel stigaskorið dreifðist hjá Fjölnisliðinu. Alexandra Peterson var stigahæst með 16 stig þrátt fyrir að hafa einungis spilað fyrstu 17 mínútur leiksins. Margrét Ósk Einarsdóttir var með 15 stig og 6 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir var með 12 stig, 7 fráköst og fiskaði 7 villur. Berglind Karen Ingvarsdóttir skoraði 8 stig og stal 3 boltum.

 

Tölfræði leiks

 

Umfjöllun / Bjarney Sif

Fréttir
- Auglýsing -