spot_img
HomeFréttirÖruggur sigur drengjanna í Sarajevo

Öruggur sigur drengjanna í Sarajevo

 

Undir 16 ára lið drengja leikur þessa dagana  á Evrópumótinu í Sarajevo í Bosníu. Í dag sigraði liðið Rúmeníu í úrslitum um sæti 5-8 á mótinu, 59-73. Liðið mun því leika hreinan úrslitaleik um fimmta sætið kl. 14:15 á morgun gegn Póllandi.

 

Leikur dagsins var jafn og spennandi í upphafi. Eftir fyrsta leikhluta var allt í járnum, 17-17. Undir lok fyrri hálfleiksins nær Ísland svo að komast nokkrum stigum yfir, en þeir leiða með 6 stigum þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 33-39. Í seinni hálfleiknum var leikurinn svo áfram jafn, en fyrir lokaleikhlutann leiddi Ísland þó með 9 stigum. Að lokum fór svo að þeir sigldu nokkuð öruggum 14 stiga sigri í höfn, 59-73.

 

Marínó Pálmason var atkvæðamestur í íslenska liðinu í dag. Skilaði 13 stigum, 4 fráköstum og stoðsendingu á þeim 15 mínútum sem hann spilaði.

 

Tölfræði leiks

 

Upptaka af leiknum:

Fréttir
- Auglýsing -