spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaÖruggur sigur Ármanns gegn Hamri/Þór - Jónína Þórdís frábær

Öruggur sigur Ármanns gegn Hamri/Þór – Jónína Þórdís frábær

Ármenningar tóku á móti Hamar/Þór í fjórðu umferð 1. deildar kvenna í kvöld. Þessi sömu lið mættust í 8. liða úrslitum deildarinnar í fyrra þar sem Ármann hafði betur 2-0.

Liðin voru hönd í hönd í fyrsta leikhluta þó Ármenningar hafi alltaf verið skrefi á undan. Astaja Tygther fór fyrir liði Hamars í upphafi og hélt þeim í leiknum. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 20-16 fyrir heimakonum. Eftir það hóf Ármann að síga þægilega framúr þar sem Jónína Þórdís átti frábæran leik. Staðan í hálfleik var 47-31 fyrir Ármanni.

Gestirnir gerðu sig líklegar til að minnka muninn í upphafi þriðja leikhluta og gera þetta að leik. Munurinn varð þó aldrei minni en 13 stig. Í fjórða leikhluta skelltu Ármenningar svo í lás og settu gestirnir einungis sex stig í þeim leikhluta. Lokastaðan 94-56, ansi sannfærandi sigur Ármanns.

Hjá Ármanni var Jónína Þórdís Karlsdóttir mögnuð að vanda. Hún endaði með 24 stig, 14 fráköst, 8 stoðsendingar, 4 stolna bolta auk þess að setja 7 þriggja stiga körfur í 13 tilraunum. Kristín Alda Jörgensdóttir var einnig öflug með 19 stig og 11 fráköst. Einnig er vert að nefna Hildi Ýr Káradóttir Schram sem nýtti tækifærið í byrjunarliðinu í dag með góðum leik á báðum endum vallarins.

Í liði gestann var Astaja Tyghter með 23 stig, 18 fráköst og 4 stolna bolta. Hin unga Lovísa Bylgja Sverrisdóttir átti einnig eftirtektarverða frammistöðu en hún var með 11 stig og sýndi mikla baráttu.

Ármann hefur nú unnið þrjá leiki í röð og eru í öðru sæti deildarinnar þegar þetta er skrifað. Þess má geta að bandarískur leikmaður liðsins, Schekina Bimpa var í leikbanni í kvöld og var liðið því án hennar. Næst mætir liðið liði ÍR sem er í ósigrað á tímabilinu og má búast við hörkuleik.

Ungt lið Hamars/Þórs mun án efa halda áfram að bæta sig í vetur og verða öflugri þegar líður á. Liðið gafst aldrei upp í kvöld. Næsti leikur liðsins er gegn Aþenu þann 6. nóvember en bæði lið eru með einn sigur í deildarkeppninni.

Tölfræði leiksins

Myndasafn (Ólafur Þór)

Fréttir
- Auglýsing -