Keflavík mætti til leiks á Selfossi í gærkvöldi en þar tóku á móti þeim FSu, en fyrir leikinn var Keflavík í öðru sæti deildarinnar en FSu vermdi botninn.
Jafnræði var með liðinum í upphafi leiks á meðan FSu hitti ágætlega. Heimamönnum tókst einu sinni að komast yfir í leiknum en sá eins stigs munur fór fljótt og eftir það var ekki aftur snúið.
Keflavík hitti afburðavel í leiknum með 39% þriggja stiga nýtingu og 69% innan þriggja stiga línunnar. FSu skaut vel fyrir utan þriggja stiga línuna en nýttu tækifæri sín illa innan hennar og í teignum. Frákastabaráttan var öll Keflavíkur megin auk þess sem Keflavík stal 11 boltum af heimamönnum.
Jerome Hill leiddi Keflavík með 26 stig og 8 fráköst en fimm leikmenn Keflavíkur fóru yfir 10 stig í þessum leik. Næstur honum kom Reggie Dupree með 19 stig. Valur Orri Valsson hitti illa en hann gaf samt sem áður 12 stoðsendingar í leiknum. Chris Woods leiddi FSu með 22 stig og 14 fráköst en næstur á eftir honum kom Gunnar Ingi Harðarson með 16 stig og 8 stoðsendingar.
Þá er ljóst að FSu er fallið aftur í 1. deild ásamt Hetti, en bæði lið komu upp í deildina sl. vor.
FSu-Keflavík 73-112 (25-29, 20-30, 10-30, 18-23)
FSu: Christopher Woods 22/14 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 16/4 fráköst/8 stoðsendingar, Geir Elías Úlfur Helgason 12, Bjarni Geir Gunnarsson 6, Svavar Ingi Stefánsson 6, Ari Gylfason 5, Maciej Klimaszewski 2, Þórarinn Friðriksson 2, Arnþór Tryggvason 2, Jörundur Snær Hjartarson 0, Adam Smári Ólafsson 0, Haukur Hreinsson 0.
Keflavík: Jerome Hill 26/8 fráköst, Reggie Dupree 19/6 fráköst, Magnús Már Traustason 16/7 fráköst, Ágúst Orrason 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, Andrés Kristleifsson 15, Daði Lár Jónsson 7, Magnús Þór Gunnarsson 6, Andri Daníelsson 4, Guðmundur Jónsson 2, Valur Orri Valsson 2/5 fráköst/12 stoðsendingar, Arnór Ingi Ingvason 0, Davíð Páll Hermannsson 0.
Dómarar:
Áhorfendur: 54