Þór lagði ÍR í Skógarseli í kvöld í 4. umferð Bónus deildar karla, 73-84. Eftir leikinn er Þór með þrjá sigra og eitt tap á meðan ÍR leitar enn að fyrsta sigrinum.
Gangur leiks
ÍR byrjaði vel og skoraði 7 fyrstu stig leiksins og byrja á miklum styrk og ákefð. En Þór Þórlákshöfn minnka munnin niður í tvö 14-12, Ír-ingar taka leikhlé þegar það eru sirka 8 sekundur eftir af fyrsta leikhluta og þá staðan 17-14 fyrir ÍR. Fyrsti leikhluti endar 19-14. ÍR heldur áfram í 2. leikhluta að vera sterkir og keyra á körfuna á fullu. Fyrri hálfleikur endar 41-33 fyrir heimamönnum.
Atkvæðamestir í hálfleik voru Matej Kavas með 9 stig og 4 fráköst og síðan í liði Þór Þórlákshafnar var það Justas Tamulis með 10 stig, 1 frákast og 1 stoðsendingu.
Þór Þórlákshöfn koma sterkir inn í 3. leikhluta og minnka munninn niður í tvö stig 48-46, og þá taka ÍR leikhlé þegar það eru rúmar 5:50 eftir af leikhlutanum. Þórsarar koma sér inn í leikinn og komast yfir eftir frábæran 3. leikhluta hjá þeim, en þeir koma sér í 5 stiga forustu og staðan 58-63. Þórsarar taka yfirhöndina á leiknum og skora fyrstu 7 stig 4. leikhluta og fá Ír-inga til að taka leikhlé þegar það eru rúmar 7:40 eftir. Þórsarar halda síðan áfram að keyra á körfuna og halda áfram út leikinn ákefð sinni á meðan ÍR gerir sitt besta að reyna að minnka stöðunna. En Þórsarar klára þetta með 11 stiga sigur 73-84.
Atkvæðamestir
Voru þeir Matej Kavas í ÍR með 21 stig og 5 fráköst en í útiliðinu Þór Þórlákshöfn var það hann Marreon Jackson með 24 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar.
Hvað svo?
Næstkomandi fimmtudag fara Ír-ingar út á Álftanesið og spila þar, en þeir Þórsarar fá Haukanna í heimsókn Í Þórlákshöfn.