Njarðvík og Valsmenn áttust við í kvöld í annari umferð Lengjubikarins. Oft hefur verið setið þéttar í Ljónagryfjunni en þeir sem mættu sáu flottar troðslur og varin skot sem glöddu augað. Ekki voru margir Valsmenn í stúkunni en þá var hægt að telja á fingrum annara handar.
Valsmenn mættu miklu grimmari til leiks og áttu Njarðvíkingar í miklu basli í fyrri hálfleik gegn baráttuglöðum Valsmönnum. Chris Woods leikmaður Valsmanna var allt í öllu í upphafi leiks og var kominn með 13 stig eftir fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar litu ekki vel út og voru eins og þeir hreinlega nenntu ekki að spila. Valsmenn leiddu 21-25 þegar annar leikhluta byrjaði. Chris Woods hélt uppteknum hætti og skoraði að vild en Njarðvíkingurinn Maciek Baginski hélt Njarðvíkingum við efnið en kappinn setti 11 stig á stuttum tíma. Njarðvíkingar minnkuðu munin hægt og bítandi þegar leið á leikhlutan og náðu yfirhöndinni áður en bjallan gall og voru yfir 49-44 í hálfleik.
Atkvæðamestir hjá Valsmönnum voru Chris Woods með 26 stig og 6 fráköst og Rúnar Ingi með 8 stoðsendingar og 3 fráköst. Hjá Njarðvík Voru þeir Maciek með 14 stig og Elvar með 11 stig.
Eitthvað hafa þjálfarar Njarðvíkinga þeir Einar og Örvar sagt við sína menn í hálfleik því allt annað lið þeirra mætti til leiks, Því þeir hreinlega völtuðu yfir lánlausa Valsmenn í seinni hálfleik þar sem þeir skoruðu 21-0 á kraftmiklu áhlaupi og komust í 76-50 en Valsmenn skoruðu aðeins 8 stig í þriðja leikhluta. En gaman var að sjá hinn síunga Friðrik Erlend eiga þungarvigtartoðslu í lok þriðjaleikhluta.
Chris Woods sem var búinn að eiga algjöran stórleik í fyrrihálfleik var alveg bensínlaus eftir að hafa borið Valsmenn á herðum sínum en hann skoraði aðeins 2 stig í seinni hálfleik. Eftir þessa frábæru byrjun heimamanna kom þessi losarabragur á leikinn þar sem mesti munur fór í 38 stig. Lokatölur 102-69, öruggur heimasigur. Atkvæðamestir hjá Valsmönnum voru þeir Chris Woods með 28 stig, 11 fráköst og Rúnar Ingi með 6 stig, 12 stoðsendingar og 5 fráköst. Hjá Njarðvík dreifðist þetta jafnt á milli manna og voru flestir að skila vel í púkkið.
Mynd úr safni – [email protected]
Umfjöllun/AMG